Stuðningsmenn Arsenal geta andað léttar en Bukayo Saka kantmaður liðsins er ekki meiddur og ætti að vera orðinn klár næstu helgi.
Saka fór meiddur af velli í sigrinum á Tottenham í gær en kappinn er þó aðeins lítillega meiddur.
London Evening Standard segir að Saka verði klár í vikunni og geti spilað gegn Manchester City næstu helgi.
Saka á það til að haltra í leikjum en er iðulega klár í slaginn í næsta leik og það verður raunin í vikunni.
Hann gæti þó fengið hvíld gegn Atalanta í Meistaradeildinni á fimmtudag.