Það hefur undanfarin ár andað köldu á milli Neymar og Kylian Mbappe en þeir náðu ekki vel saman hjá PSG í Frakklandi.
Mbappe og Neymar eru dýrustu leikmenn í sögu fótboltans en báðir voru keyptir til PSG.
Neymar fór frá PSG síðasta sumar og hélt til Sádí Arabíu en Mbappe fór til Real Madrid í sumar.
Í Real Madrid á Neymar marga vini og samkvæmt fréttum hefur hann varað þá við Mbappe, hann sé virkilega erfiður í öllum samskiptum.
„Strákarnir frá Brasilíu í Real Madrid eru miklir vinir Neymar, það hefur alltaf verið stríð á milli Neymar og Mbappe,“ segir blaðamaðurinn Cyril Hanouna.
„Neymar sendi þeim löng skilaboð og sagði þeim að það væri mjög erfitt að vera í kringum Mbappe, væri í raun algjört helvíti.“
Um er að ræða þá Eder Militao, Vinicius Junior, Rodrygo og Endrick sem eru samlandar Neymar og leika með Real Madrid.