Margir kölluðu eftir rauðu spjaldi á Jurrien Timber varnarmann Arsenal í leik liðsins gegn Tottenham í dag.
Timber braut þá á Pedro Porro en fór heldur fast með takkana í kauða.
Timber got his foot on top of the ball and didn’t follow through on Porro pic.twitter.com/UWUL36jcen
— 🇨🇩🇸🇱 (@8Flavs) September 15, 2024
Arsenal vann grannaslaginn í London í dag en leikið var á heimavelli Tottenham að þessu sinni.
Leikurinn var engin flugeldasýning en eitt mark var skorað og það gerði varnarmaðurinn Gabriel fyrir gestina.
Gabriel kom boltanum í netið á 64. mínútu sem reyndist nóg til að tryggja sigurinn og kemur Arsenal í annað sætið.
Átta gul spjöld fóru á loft og var hiti á meðal leikmanna en hvorugt lið náði að skapa sér mikið af góðum marktækifærum.
Þetta var annað tap Tottenham í röð en liðið lá gegn Newcastle í síðustu umferð.