Ben Brereton Diaz setti heldur betur óheppilegt met í ensku úrvalsdeildinni í gær er Southampton tapaði 3-0 gegn Manchester United.
Diaz er sóknarmaður Southampton en hann hefur nú tapað 11 leikjum í röð í efstu deild Englands.
Ekki nóg með það heldur hefur Diaz ekki unnið í 18 leikjum í röð í efstu deild sem er nýtt met.
Diaz spilaði með Sheffield United á síðustu leiktíð á láni en það lið féll úr efstu deild en Sílemaðurinn skoraði sex mörk í 14 leikjum.
Þessi 25 ára gamli leikmaður hefur ekki skorað í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum með Southampton.
Ben Brereton Diaz has set a new competition record for the most Premier League appearances without being on the winning side (18).
DLLDDLDLLLLLLLLLLL
He’s lost his last 11 in a row. 👀 pic.twitter.com/dlhOo8doCv
— Squawka (@Squawka) September 14, 2024