Pep Guardiola viðurkennir að hann sé orðinn latur í starfi sínu hjá Manchester City – miðað við hvernig hann var er hann tók við árið 2016.
Guardiola horfir á mun færri leiki til að leikgreina andstæðinga sína en það er að hluta til vegna eigin reynslu af því liði.
Spánverjinn horfir til að mynda mun meira á leiki Liverpool þessa dagana en í fyrra þar sem liðið er að vinna undir Arne Slot í fyrsta sinn og er spilamennskan öðruvísi en í fyrra.
,,Þegar ég spila við nýtt félag í Meistaradeildinni sem ég þekki ekki þá sé ég miklu meira en þegar ég horfi til dæmis á leik með Arsenal,“ sagði Guardiola.
,,Auðvitað vil ég horfa á Arsenal eins mikið og ég get en Mikel Arteta hefur verið þar í fjögur eða fimm ár.“
,,Jurgen Klopp var lengi hjá Liverpool. Nú þarf ég að horfa meira á Liverpool því Arne Slot er kominn inn. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þeir spila.“
,,Þegar ég var yngr þá horfði ég á miklu fleiri leiki en ég geri í dag, ég er orðinn latur. Ég horfi á nógu mikið til að skilja hvað andstæðingarnir vilja gera.“