Erling Haaland er kominn með níu mörk í ensku úrvalsdeildinni eftir fyrstu fjórar umferðirnar.
Norðmaðurinn hélt áfram að raða inn mörkum í dag er Manchester City spilaði við Brentford á heimavelli.
City skoraði tvö mörk og það var Haaland sem gerði þau bæði en í 2-1 sigri voru öll mörkin skoruð í fyrri hálfleik.
Liverpool tapaði þá gríðarlega óvænt á heimavelli en Nottingham Forest kom í heimsókn.
Forest vann óvænt 1-0 útisigur og fyrsta tap Liverpool undir Arne Slot því staðreynd.
Manchester City 2 – 1 Brentford
0-1 Yoane Wissa(‘1)
1-1 Erling Haaland(’19)
2-1 Erling Haaland(’32)
Liverpool 0 – 1 Nott. Forest
0-1 Callum Hudson Odoi(’72)
Crystal Palace 2 – 2 Leicester
0-1 Jamie Vardy(’21)
0-2 Stephy Mavididi(’46)
1-2 Jean-Philippe Mateta(’47)
2-2 Jean-Philippe Mateta(’90, víti)
Brighton 0 – 0 Ipswich
Fulham 1 – 1 West Ham
1-0 Raul Jimenez(’24)
1-1 Danny Ings(’90)