fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Þórólfur Matthíasson: Lausung í ríkisfjármálum og mistök Seðlabankans í Covid orsök hárra vaxta nú

Eyjan
Sunnudaginn 15. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stað þess að draga saman ríkisútgjöld þegar í ljós kom að ekki þyrfti að styrkja fyrirtæki og atvinnuleysistryggingasjóð eins mikið og ráð var fyrir gert í Covid, greip ríkisstjórnin ný viðfangsefni og lagði fjármuni í þau. Þess vegna hefur okkur ekki tekist að snúa við dæminu eins og öðrum Norðurlöndum og þess vegna, en einnig vegna mistaka Seðlabankans sem lækkaði vexti of mikið í Covid, sitjum við nú uppi með þessa háu vexti hér á landi. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor emeritus, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Þórólfur Matthíasson - klippa 3.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þórólfur Matthíasson - klippa 3.mp4

„Síðan er vissulega ákveðinn vandi sem steðjar að mönnum í sambandi við Covid. Ég held að menn hafi gert ráð fyrir miklu, miklu dýpri kreppu heldur en varð. Það má segja, 80-90 prósent af hagkerfinu gekk bara alveg furðu vel á Covid tímanum. Það voru tíu prósentin sem tilheyra ferðaþjónustunni sem fóru úr sambandi, en meira að segja byggingariðnaðurinn gekk. Það kom upp einstaka hópsýking þegar okkar erlendu starfsmenn fóru í jólafrí til Póllands, en annars gátu þeir bara haldið áfram að smíða og slá upp mótum, eins og enginn væri morgundagurinn,“ segir Þórólfur.

Og það sýndi sig náttúrlega að það hafði minni áhrif á heildina litið, að landið skyldi lokast svona eins og gerðist, og reyndar öll lönd meira og minna, vegna þess að Íslendingar, sem hafa verið duglegir að eyða í útlöndum, fóru þá bara að eyða hér heima í staðinn.

„Já, já, þess sást greinilega merki og Gylfi Zoëga, kollegi minn, lagði nú mikla áherslu á það. Fjármálaráð gagnrýnir í sinni umsögn frá því í vor hversu hægt útgjaldaaukinn vegna Covid, hversu hægt það gekk að draga hann saman – útgjöldin eru ekki enn þá komin niður á það stig sem þau voru fyrir Covid, eru kannski að nálgast það, á meðan að á hinum Norðurlöndunum þá halda þeir því fram að það hafi tekist á einu ári að snúa dæminu við. Hér hafi sá útgjaldasparnaður sem varð þegar ekki þurfti að styrkja fyrirtæki og atvinnuleysistryggingasjóð o.s.frv. eins mikið og áætlað hafði verið – þá greip bara ríkisstjórnin ný viðfangsefni og lagði fjármuni í þau vegna þess að þau höfðu slaka í fjárreiðunum að nafninu til.“

Þórólfur segir að þetta, ásamt þeim stórkostlegu mistökum sem áttu sér stað í peningamálastjórnuninni, þegar farið var svona langt niður með vextina – „við erum svolítið að súpa seyðið af því núna í formi hárra vaxta.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““
Hide picture