Spánverjinn Hugo Mallo hefur verið fundinn sekur um kynferðislegt ofbeldi en frá þessu greinir spænski miðillinn AS.
Mallo er nafn sem einhverjir kannast við en hann er fyrrum fyrirliði Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni.
Mallo hefur verið undir rannsókn lögreglunnar í dágóðan tíma en hann er í dag leikmaður Aris í Grikklandi.
Hann er 33 ára gamall og spilaði tæplega 400 deildarleiki fyrir Celta og þá einnig leiki fyrir yngri landslið Spánar.
Mallo var fundinn sekur um að hafa káfað á brjóstum ónefndrar konu fyrir leik Celta gegn Espanyol árið 2019.
Konan var klædd í einhvers konar fuglabúning sem og kollegar hennar en verið var að hita upp fyrir viðureignina og skemmta aðdáendum.
Mallo þarf að borga skaðabætur til konunnar eftir áreitið en hann heilsaði öllum karlkyns lukkudýrum með handabandi en fór langt yfir strikið er hann hitti kvenmanninn umtalaða.
Myndband af þessu má sjá hér.
Terrible agresión de Hugo Mallo a una perica#TOTSSOMPERIQUITA pic.twitter.com/kji1iW7vkD
— SiguemeYteSigo (@siguemey_tesi) September 12, 2024