fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Buðu táningnum samning en verkefnið í London var meira heillandi – ,,Hann tók þá ákvörðun“

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. september 2024 12:30

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var í boði fyrir sóknarmanninn Marc Guiu að spila með Barcelona í vetur en frá þessu greinir Deco, yfirmaður knattspyrnumála félagsins.

Guiu ákvað að semja við Chelsea í sumarglugganum en hann kostaði enska félagið aðeins sex milljónir evra.

Barcelona bauð framherjanum góða launahækkun og nýjan samning en hann taldi verkefnið vera meira spennandi í London.

,,Chelsea borgaði kaupákvæðið og hann ákvað að fara. Hann var með gamlan samning og kostaði sex milljónir evra,“ sagði Deco en Guiu er aðeins 18 ára gamall.

,,Hann fékk stórt samningstilboð frá okkur og var boðið að vera með í spennandi verkefni en hann tók þá ákvörðun að fara annað.“

,,Leikmaðurinn ákvað að samþykkja boð Chelsea. Við buðum honum að vera áfram en hann neitaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Verðlaunafé snarhækkar

Verðlaunafé snarhækkar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ómyrkur í máli í viðtali – „Ég sé eftir að hafa komið hingað“

Ómyrkur í máli í viðtali – „Ég sé eftir að hafa komið hingað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum
433Sport
Í gær

Amorim um Rashford: ,,Auðvitað, hann er leikmaður Manchester United“

Amorim um Rashford: ,,Auðvitað, hann er leikmaður Manchester United“
433Sport
Í gær

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins