Toppliðin tvö í Bestu deild kvenna unnu sigra í kvöld en tveir leikir voru á dagskrá í deildinni.
Breiðablik vann sannfærandi sigur á Þrótturum og hafði betur 4-1 og er á toppnum með 54 stig.
Í öðru sæti er Valur með 53 stig en bæði félög hafa spilað 20 leiki og er Breiðablik með mun betri markatölu.
Anna Rakel Pétursdóttir tryggði Valskonum sigurinn í leiknum með marki í fyrri hálfleik.
Þróttur R. 1 – 4 Breiðablik
0-1 Karitas Tómasdóttir
0-2 Andrea Rut Bjarnadóttir
0-3 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
1-3 Þórdís Nanna Ágústsdóttir
1-4 Samantha Smith
Þór/KA 0 – 1 Valur
0-1 Anna Rakel Pétursdóttir