fbpx
Laugardagur 14.september 2024
433Sport

Dragan ákveður að hætta á Dalvík

433
Föstudaginn 13. september 2024 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dragan Kristinn Stojanovic, þjálfari meistaraflokks karla hjá Dalvík/Reyni hefur ákveðið að láta af störfum þegar tímabilinu í Lengjudeild karla lýkur á morgun. Dragan upplýsti stjórn knattspyrnudeildar um þessa ákvörðun í vikunni.

Samningur Dragan er að renna út og hefur þessi reynslumikli þjálfari ákveðið að róa á önnur mið. Dragan hefur stýrt Dalvík/Reyni síðustu tvö tímabil, á hans fyrstu leiktíð flaug liðið upp úr 2. deildinni með nokkrum yfirburðum. Liðið var þá nýliði í deildinni þegar Dragan stýrði liðinu upp í Lengjudeildina.

Í sumar hefur liðið leikið í næst efstu deild en liðið er fallið úr deildinni. Þrátt fyrir fallið hefur Dalvík/Reynir átt góða spretti í deildinni og getur leikmannahópur og þjálfarateymi liðsins gengið stolt frá borði. Síðasti leikur liðsins undir stjórn Dragan verður gegn Þrótti R. á Dalvíkurvelli á morgun klukkan 14:00.

„Dragan hefur á síðustu tveimur árum unnið mjög gott starf á Dalvík og er honum þakkað fyrir hans framlag til fótboltans þessi tvö ár. Undir stjórn Dragan fór liðið sem nýliðar upp úr 2. deildinni, þar sem liðið spilaði skemmtilegan og árangursríkan fótbolta. Sumarið í sumarið hefur verið erfitt en á stórum köflum spilaði liðið vel. Úrslitin og önnur atriði féllu hins vegar ekki með Dalvík/Reynir þetta sumarið. Dragan hefur í öllu sínu starfi verið mjög faglegur og lagt mikið á sig til að ná árangri, vill stjórn félagsins þakka honum fyrir gott og óeigingjarnt starf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.“
Fyrir hönd stjórnar
Hörður Snævar Jónsson

Dragan Stojanovic
„Eftir tvö góð ár á Dalvík tel ég það góðan tímapunkt að láta störfum, ég þakka Dalvík/Reyni fyrir traustið og tækifærið til að stýra liðinu þessi tvö ár. Þetta hefur verið skemmtilegur tími, árið í fyrra var frábært. Þetta ár hefði vissulega geta verið betra en við gáfum öllum okkar andstæðingum góðan leik. Ég hef verið ánægður með leikmennina, stjórnina og alla sjálfboðaliða sem hafa viljað hjálpa til á þessum tíma og þakka kærlega fyrir mig“

Sent from Outlook for iOS

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Reyndu við einn besta leikmann heims í glugganum – ,,Þá gerðust óvæntir hlutir“

Reyndu við einn besta leikmann heims í glugganum – ,,Þá gerðust óvæntir hlutir“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Landsliðsmaðurinn Logi gefur út nýtt lag með pabba sínum

Landsliðsmaðurinn Logi gefur út nýtt lag með pabba sínum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ekki spilað með United í meira en ár en styttist í endurkomu

Ekki spilað með United í meira en ár en styttist í endurkomu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Halda því fram að fordómar gegn erlendum leikmönnum séu hjá aganefnd KSÍ – „Hann er dökkur á hörund“

Halda því fram að fordómar gegn erlendum leikmönnum séu hjá aganefnd KSÍ – „Hann er dökkur á hörund“
433Sport
Í gær

Þessir tveir framherjar voru á blaði United áður en Zirkzee kom

Þessir tveir framherjar voru á blaði United áður en Zirkzee kom
433Sport
Í gær

Frægustu knattspyrnumenn í heimi sækjast í sömu konurnar – Tíu frægir sem hafa átt sömu unnustuna

Frægustu knattspyrnumenn í heimi sækjast í sömu konurnar – Tíu frægir sem hafa átt sömu unnustuna