Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Logi Tómasson hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Vinir.
Lagið vann Logi með pabba sínum Tómasi Hermannssyni sem er þekktur fyrir að búa til tónlist.
Logi var í byrjunarliði Íslands í síðustu viku þegar liðið vann sigur á Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni.
Logi er á sínu öðru tímabili í atvinnumennsku með norska liðinu Stromsgodset.
Logi er lúnkinn í tónlist og gaf í fyrra út lagið Skína ásamt Patrik Atlasyni en segja má að lagið hafi frá þeim tíma verið eitt vinsælasta lag landsins.
Lagið Vinir má heyra hér að neðan.