Emmanuel Petit fyrrum miðjumaður Arsenal segir að Manchester United eigi að rífa fyrirliðabandið af Bruno Fernandes, látbragð hans sé slíkt að hann sé enginn leiðtogi.
Bruno er á sínu öðru ári sem fyrirliði United en miðjumaðurinn frá Portúgal virkar oft pirraður innan vallar.
„Hann er svo dramatískur, hann er enginn fyrirliði. Ég sem liðsfélagi myndi ekki vilja hafa fyrirliða í klefanum sem hagar sér svona innan vallar, hann er kvartandi allan daginn,“ segir Petit.
„Þú átt ekki von á svona frá leiðtoga þínum.“
„Fernandes er góður leikmaður, hann hefur hrifið. Hann skrifaði undir nýjan samning, ég horfi á hann með Portúgal líka og hann pirrar mig stundum.“
Petit lagði til að Kobbie Mainoo yrði gerður að fyrirliða liðsins þrátt fyrir ungan aldur.