Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafans Sally Land. Hún skrifar fyrir vinsæla dálkinn Dear Deidre á The Sun.
Konan er 42 ára og eiginmaður hennar er 46 ára. Þau hafa verið gift í fimmtán ár og eiga tólf ára son og sjö ára dóttur.
„Nú er lífið sem við höfum byggt saman ónýtt og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á til bragðs að taka,“ segir hún.
„Hann hefur aldrei, allt okkar hjónaband, gefið mér ástæðu til að treysta honum ekki. Þannig þegar hann byrjaði að vinna lengi fram eftir og fara oftar í vinnuferðir þá pældi ég ekkert í því.
En síðan fékk ég símtal sem breytti öllu. Vinkona mín sagðist hafa séð hann á bar með annarri konu. Ég vildi ekki trúa því en þegar ég spurði hann út í það var hann skyndilega þögull. Ég sá það strax á svipnum hans að þetta væri satt.
Hann sagði mér loksins sannleikann, að hann hafði fallið fyrir nýrri samstarfskonu og hann hafi síðan misst tökin. Hann grátbað mig um fyrirgefningu og ég ákvað að gefa honum annað tækifæri.
Við eyddum mörgum mánuðum í að endurbyggja sambandið og vorum loksins á réttri braut þegar einhver bankaði á dyrnar.
Þetta var hún og hún var augljóslega ólétt. Ég vissi strax um hvað þetta snerist.
Núna veit ég ekki hvað ég á að gera. Ég elska eiginmann minn en tilhugsunin um að hann eignist barn með þessari konu er að fara með mig. Ég er svo týnd.“
„Eiginmaður þinn hefur sært þig og svik hans munu hafa áhrif á líf ykkar til æviloka.
Þú þarft að hugsa vel um næstu skref. Þú og eiginmaður þinn verðið að tala opinskátt saman til að vinna í vandamálum ykkar […] Þú þarft að ákveða hvort þú getur komist yfir þessar nýju fréttir eða hvort það komi í veg fyrir áframhaldandi vinnu.
Vill hann vera hluti af lífi barnsins og getur þú sætt þig við það ef hann ákveður það? Gætir þú boðið saklausu barni heim til þín og inn í ykkar fjölskyldu?
Þetta eru stór vandamál og ég ráðlegg ykkur að leita ykkur faglegrar aðstoðar fyrir framhaldið.“