Vitni sögðu aftur á móti að maðurinn hefði kastað hnífnum frá sér. Var maðurinn fjarlægður úr vagninum og er málið í rannsókn.
Í hinu tilvikinu var tilkynnt um mann í strætisvagni í annarlegu ástandi. Sagði tilkynnandi að maðurinn hefði svo tekið upp hníf og farið að hlæja.
Ekki bárust fleiri tilkynningar um manninn en tilkynnandi kom á lögreglustöð eftir strætóferðina til að tilkynna um málið og var lögregla því ekki send á staðinn. Mögulega er þarna um að ræða sama mann og tilkynnt var um í hinu tilvikinu, að sögn lögreglu.