fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Fréttir

Hraun gæti náð Reykjanesbraut á innan við einum degi – „Vísbendingar um að virknin sé að færast“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að hraunrennsli nái Reykjanesbraut á innan við einum degi, jafnvel enn skemmri tíma, í næsta eldgosi á Reykjanesskaga. Þetta er miðað við þær forsendur að það gjósi á svipuðum slóðum og gígarnir sem voru lengst virkir í nýafstöðnu eldgosi.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor og eldfjallafræðingur, segir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að vissulega sé um ólíklega sviðsmynd að ræða en möguleikinn sé engu að síður til staðar.

„Við get­um ekki full­yrt hvort gosstöðvarn­ar eru að fær­ast norðar, en það eru vís­bend­ing­ar um að virkn­in sé að fær­ast norður fyr­ir vatna­skil. Ef gossprung­an opn­ast á svipuðum slóðum og gíg­arn­ir sem voru virk­ir sem lengst í síðasta gosi, þá er greið leið fyr­ir hraun­rennslið niður að Reykja­nes­braut. Nýja hraunið auðveld­ar flæði á hraun­rennsl­inu í þessa átt, gjósi næst á þess­um slóðum. Verstu sviðsmynd­ir sýna að hraun­rennsli geti náð Reykja­nes­braut á inn­an við ein­um degi eða jafn­vel skemmri tíma,“ segir Þorvaldur við Morgunblaðið.

Hann segir að viðbragðsaðilar þurfi að hugsa fyrir því hvernig koma eigi umferð til Keflavíkurflugvallar ef allt fer á versta veg. Bendir hann á að leiðin í gegnum Grindavík sé ekki góð og Reykjavíkurflugvöllur beri ekki þá umferð sem fer um Keflavík.

„Þetta er stórt mál og stór­ar spurn­ing­ar sem tengj­ast þessu, sem hef­ur ekki verið svarað enn þá þannig að hægt sé að taka ákv­arðanir um hvernig bregðast eigi við,“ segir hann við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir fulltrúa Reykjavíkurborgar hafa verið illa undirbúna og sýnt virðingarleysi

Segir fulltrúa Reykjavíkurborgar hafa verið illa undirbúna og sýnt virðingarleysi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Rússar eigi í miklum vanda

Segir að Rússar eigi í miklum vanda
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þingmaður Repúblikana andmælir Trump – Segir ummæli hans „vandræðaleg“ og „eyðileggjandi“

Þingmaður Repúblikana andmælir Trump – Segir ummæli hans „vandræðaleg“ og „eyðileggjandi“
Fréttir
Í gær

Garðabær ætlar að lækka hámarkshraða á 34 vegarköflum – Gera ráð fyrir 300 milljón króna sparnaði á ári

Garðabær ætlar að lækka hámarkshraða á 34 vegarköflum – Gera ráð fyrir 300 milljón króna sparnaði á ári
Fréttir
Í gær

Segja Ríkisendurskoðun halla réttu máli í yfirlýsingu sinni

Segja Ríkisendurskoðun halla réttu máli í yfirlýsingu sinni
Fréttir
Í gær

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“

Jökull er búinn að fá nóg af lausum köttum – „Og það versta er you coul’nt care less…“
Fréttir
Í gær

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki