Fyrrum landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is, en þættirnir koma út vikulega í mynd og á hlaðvarpsveitum.
Það var farið um víðan völl í þættinum og meðal annars rætt um uppeldisfélag Heimis, FH. Liðið er að gera fína hluti í Bestu deild karla, er í harðri baráttu um Evrópusæti og verið stígandi í liðinu undir stjórn Heimis Guðjónssonar sem tók við fyrir síðustu leiktíð.
„Heimir er frábær þjálfari og hefur sýnt það hvert sem hann hefur farið að hann nær árangri, sérstaklega núna með FH þar sem er aðeins minna budget en undanfarin ár. Þeir eru að spila á ungum strákum sem er mjög flott. Ég vil meina að Heimir sé svolítið að ná því besta úr liðinu,“ sagði Emil um Heimi og sína menn í FH.
„Davíð (Viðarsson) er búinn að vera sniðugur að taka inn unga leikmenn og þeir eru að spila. Ég myndi segja að þeir séu á ágætis vegferð.“
Umræðan í heild er í spilaranum.