fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
433Sport

Emil telur landsliðið á réttri leið – „Gaman að sjá Gylfa og Jóa Berg bakka upp þessa yngri“

433
Laugardaginn 14. september 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is, en þættirnir koma út vikulega í mynd og á hlaðvarpsveitum.

Það var að sjálfsögðu rætt um karlalandsliðið í fótbolta í þættinum, en Emil á að baki 73 A-landsleiki og fór á bæði EM 2016 og HM 2018 sem leikmaður.

Strákarnir okkar hófu leik í nýrri Þjóðadeild á dögunum með 2-0 sigri á Svartfjallalandi og 3-1 tapi gegn Tyrkjum. Emil var heilt yfir sáttur með verkefnið.

video
play-sharp-fill

„Ég fór á leikinn á móti Svartfellingum og fannst hann nokkuð sannfærandi. Það var gaman að sjá Gylfa og Jóa Berg bakka upp þessa yngri sem eru að stíga upp og að verða alvöru leikmenn,“ sagði Emil meðal annars.

„Seinni leikurinn er erfiðari. Þú ert búinn að eyða orku í að taka 90 mínútur í fyrri og svo ferðu í ferðalag til Tyrklands og þeir eru með þrusugott lið.“

Emil telur íslenska liðið á góðri leið undir stjórn Age Hareide, sem tók við sumarið 2023.

„Ég held að þetta lið sé að komast á mjög góðan stað. Það verður fróðlegt að fylgjast með leikjunum í október, hvort við höldum ekki áfram að taka stig þar og byggjum ofan á þetta.“

Umræðan um landsliðið er í heild í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“
433Sport
Í gær

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham
433Sport
Í gær

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“
Hide picture