Chelsea er að takast að losna við David Datro Fofana en allt stefndi í að hann yrði áfram eftir að félagaskipti hans til AEK Aþenu féllu upp fyrir.
Nú segja miðlar að Fofana sé að semja við Goztepe SK í Tyrlandi.
Félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar á morgun og mun Fofana fara þangað en Chelsea getur kallað hann til baka í janúar.
AEK Aþena var staðurinn sem Chelsea vildi senda Fofana á enda ætlaði gríska liðið mögulega að kaupa hann á 20 milljónir punda.
Fofana er í engu hlutverki hjá Chelsea og fer til Tyrklands til að sanna ágæti sitt.