Þau voru handtekin í Flint í Michigan í síðustu viku eftir að James, sem er 22 ára, ók vísvitandi á svaramann sinn og varð honum að bana.
NBC News segir að James og svaramaðurinn hafi rifist og í kjölfarið hafi James ekið bíl sínum á miklum hraða á svaramanninn og orðið honum að bana.
Lögreglan í Flint sagði í færslu á Facebook að tilkynnt hafi verið til hennar að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda þann 30. ágúst. Lögreglumenn komu að Terry Lewis Taylor Jr., sem var 29 ára, og var hann alvarlega slasaður. Hann var strax fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hans og lést hann skömmu eftir komuna á sjúkrahús.
Fyrr um daginn hafði lögreglan verið send í brúðkaup James og Savahna en þar var Terry einnig enda svaramaður James.
Lögreglan segir að James og Terry hafi rifist og hafi það endað með að James hafi ekið stórum jeppa sínum á miklum hraða á Terry. Lögreglan hefur ekki skýrt frá hvað þeir deildu um.
USA Today segir að Terry láti eftir sig barnshafandi unnustu og þrjú börn.