ESPN segir frá því að forráðamenn Manchester United hafi verið að gefast upp á því að eltast við Joshua Zirkzee framherja Bologna í sumar.
Forráðamenn United höfðu áhuga á Zirkzee en Bologna var með vandræði í viðræðum.
ESPN segir að United hafi verið að fara að skoða það að fá Jonathan David framherja Lille sem kemur frá Kanada.
ESPN segir að United hafi skoðað það að fá Ivan Toney frá Brentford en verðmiðinn var í hærri kantinum.
Svo fór að Toney fór til Sádí Arabíu en United krækti í Zirkzee sem skoraði í fyrsta leik en hefur síðan ekki náð flugi í leikjunum þar á eftir.