fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fréttir

Ingólfur ánægður með sátt og afsökunarbeiðni frá baráttukonu – „Frábært að einhverjir af þeim sem gengu hvað harðast fram eru að sjá að sér“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2024 14:45

Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson kveðst ánægður með að einhverjir af þeim sem gengu hvað harðast fram í slaufunarherferð gegn honum hafi séð að sér. Þetta kemur fram í færslu tónlistarmannsins á Facebook en tilefni er sátt sem Ingólfur og baráttukonan Silja Björk Björnsdóttir gerðu sín á á milli og varð til þess að Ingólfur hætti málarekstri sínum gagnvart henni.

Í sáttinni, sem Ingólfur birtir afrit af, gengst Silja Björk við því að hafa farið langt yfir strikið með færslu sinni á Twitter þann 14. júlí 2021 þegar slaufunarstormurinn gegn Ingólfi stóð sem hæst. Ekki kemur fram hvaða orð Silja Björk lét falla en í sáttinni biðst hún afsökunar á því tjóni sem hún kann að hafa valdið Ingólfi og fjölskyldu hans með því að fullyrða að ósekju um sekt hans.

„Eftir tæp 4 ár þar sem ráðist hefur verið allharkalega að æru minni og lífsviðurværi er það frábært að einhverjir af þeim sem gengu hvað harðast fram eru að sjá að sér. Ég vona að enginn þurfi að ganga í gegnum það að vera sakaður um eitthvað sem hann gerði ekki og þurfa að missa allt sem tók 15 ár að byggja upp. Ég tek það fram að ég er að sjálfsögðu á móti öllu ofbeldi en tel á sama tíma ekki rétt að þurfa að vera gerður ítrekað að einhverju sem ég er ekki í nafni ákveðinnar baráttu. Það er ekkert annað en ofbeldi gegn mér og mínum nánustu,“ skrifar Ingólfur í færslunni þar sem hann deilir afriti af sáttinni.

Hann segist vera heppinn að eiga góða vini og fjölskyldu og þannig hafi hann getað aflað sér upplýsinga um hverjir hafi tekið þátt í þessu einelti á bak við tjöldin og þessir einstaklingar ættu að taka afsökunarbeiðni Silju Bjarkar til fyrirmyndar.

„Fyrst og fremst er ég þakklátur þeim sem hafa staðið með mér af heilum hug gegnum þetta allt og vitað hver ég er,“ skrifar Ingólfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta“

„Dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta“
Fréttir
Í gær

Má ekki heita Álft því orðið hefur „neikvæða og óvirðulega merkingu“

Má ekki heita Álft því orðið hefur „neikvæða og óvirðulega merkingu“
Fréttir
Í gær

Handvömm varð til þess að mál Alberts fór ekki á dagskrá Héraðsdóms

Handvömm varð til þess að mál Alberts fór ekki á dagskrá Héraðsdóms
Fréttir
Í gær

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði
Fréttir
Í gær

Árás Úkraínumanna kom öllum á óvart – Nú finna Rússar fyrir afleiðingunum

Árás Úkraínumanna kom öllum á óvart – Nú finna Rússar fyrir afleiðingunum