Ian Wright sérfræðingur í enska boltanum og fyrrum framherji Arsenal segist hafa verið nær dauða en lífi þegar hann var á leið til vinnu.
Umræða um þetta skapaðist þegar Wright mætti of seint í tökur á þættinum Overlap hjá Sky Sports.
Roy Keane var með hounm í tökum og var ekki sáttur með að Wright væri of seinn. „Það var rosaleg rigning á hraðbrautinni, við urðum að hægja á okkur. Ég var nær dauða en lífi í svipuðu veðri, ég verð skelkaður þegar það byrjar að rigna,“ sagði Wright.
Keane gaf lítið fyrir þetta og sagði að þeir hefðu ekki verið í neinni hættu en Wright útskýrði hverju hann hafði lent í.
„Við erum að keyra og bílstjórinn steig á bremsuna, við vorum á um 100 kílómetra hraða. Það var blautur vegur og bílinn fór í hring, við fórum að snúast og enduðum á móti umferð. Þetta gerði mjög afar hræddan.“
Wright var þá á leið í tökur á Match of the Day þættinum en hann er nú hættur í honum.