fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Röksemdir dómsmálaráðherra í máli Helga fá ekki lagalega staðist – Ákvörðun hennar áfall fyrir ákæruvald og almenning

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2024 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagaprófessorinn Róbert Spanó segir dómsmálaráðherra hafi grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu með því að fallast ekki á að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara, lausn um stundarsakir frá embætti. Þetta kemur fram í grein sem Róbert birti hjá Vísi.

Róbert rekur að Guðrún hafi í raun tekið undir að ummæli Helga í garð innflytjenda og flóttamanna hafi verið óviðeigandi, ósæmandi embætti hans og til þess fallið að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Engu að síður hafi Guðrún ekki fallist á að veita Helga lausn um stundarsakir þar sem ummæli hans þyrfti að skoða í því samhengi að hann hafi setið undir hótunum um langt skeið ásamt fjölskyldu sinni.

Róbert segir að þessi rök Guðrúnar fái ekki lagalega staðist. Málið snúist ekki um manneskjuna Helga Magnús heldur um embætti vararíkissaksóknara, sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu.

„Mál þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Fáum ef nokkrum stjórnvöldum er fengið jafn mikið vald og ákærendum. Ákvörðun um saksókn er ríkt inngrip í líf fólks. Eru því gerðar miklar lagakröfur til óhlutdrægni ákærenda og almenns hæfis þeirra, ekki síst æðstu embættismanna, ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Um þá gilda að jafnaði sömu kröfur og gerðar eru til dómara og tjáningarfrelsi þeirra settar ríkari skorður en almennt eiga við um opinbera starfsmenn.“

Þar sem Guðrún hafi viðurkennt að tjáning Helga hafi dregið úr og grafið undan trúverðugleika ákæruvalds, sé erfitt að álykta annað en að Helgi fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að gegna embætti.

„Af þeirri ástæðu bar ráðherra að leysa vararíkisaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu.“

Embættismenn, sérstaklega þeir sem starfa í refsivörslukerfinu, lenda reglulega í hótunum. Slíkar aðstæður geti ekki réttlætt að handhafar ákæruvalds tjái sig með óviðeigandi hætti sem er í ósamræmi við stöðu þeirra sem embættismenn.

„Ekki leikur vafi á því að núverandi ríkissaksóknari og aðrir ákærendur muni gera sitt besta til að endurheimta traust og að öðru leyti vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem upp er komin. Niðurstaða dómsmálaráðherra er engu að síður áfall fyrir ákæruvaldið í landinu og þar með almenning allan sem á það treystir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“