fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fréttir

Sigurður Helgi er látinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2024 07:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Helgi Þorsteins Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður Húseigendafélagsins, er látinn 71 árs að aldri. Sigurður Helgi lést þann 5. September síðastliðinn.

Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður lauk menntaskólaprófi frá MT árið 1974 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1979. Hann fékk svo héraðsdómslögmannsréttindi árið 1980 og hæstaréttarlögmannsréttindi árið 1986.

Hann var lögfræðingur og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins frá 1975 til 1985 og svo aftur frá 1992 til 2024. Þá var hann formaður félagsins frá árinu 1995.

Sigurður gegndi fleiri störfum samhliða störfum sínum hjá Húseigendafélaginu. Hann var dómarafulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík árin 1983 til 1985 og sinnti málarekstri frá 1985 til 1992 í félagi við þá Ragn­ar Aðal­steins­son, Viðar Má Matth­ías­son, Tryggva Gunn­ars­son og Ot­h­ar Örn Petersen.

Að því loknu hóf hann aftur störf hjá Hús­eig­enda­fé­lag­inu sem fram­kvæmda­stjóri og lög­fræðing­ur þess.

Sigurður samdi meðal annars frumvarp til laga um fjöleignarhús sem lögfest voru árið 1994 og frumvarp til húsaleigulaga sem voru lögfest sama ár.

Sigurður lætur eftir sig unnustu, fjögur börn og sjö barnabörn.

Jarðarför hans fer fram frá Hallgrímskirkju næstkomandi miðvikudag kl. 13.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hressileg vaxtahækkun verðtryggðra íbúðalána hjá Arion

Hressileg vaxtahækkun verðtryggðra íbúðalána hjá Arion
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ragnar Þór svarar Kristófer fullum hálsi: „Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“

Ragnar Þór svarar Kristófer fullum hálsi: „Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“
Fréttir
Í gær

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu
Fréttir
Í gær

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram