fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Gunnar Smári ekki að sigla í strand og segir róður Samstöðvarinnar léttari en af er látið – „Þetta er kostuleg framsetning“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt birtist hjá Vísi í dag um þungan róður hjá fjölmiðlinum Samstöðinni en samkvæmt ársreikning hafi Samstöðin tapað 24 milljónum á síðasta ári og rekstrargjöld voru þreföld á við tekjurnar. Ritstjóri miðilsins, Gunnar Smári Egilsson, segir Vísi taka heldur djúpt í árinni.

Gunnar Smári segir á Facebook að ekki sé öll sagan sögð í frétt vísis. Framlög áskrifenda miðilsins fari inn í Alþýðufélagið sem á allt hlutafé í Samstöðinni. Alþýðufélagið leggur svo fé inn í reksturinn sem víkjandi lán og eins sé farið með stuðninginn sem miðillinn nýtur frá Sósíalistaflokknum. Þetta sé gert til að framlög flokks og áskrifenda verði að eign í Samstöðinni. Betri mynd gefi fjárstreymi rekstursins. Handbært fé hafi í ársbyrjun í fyrra verið tæplega 1,2 milljónir en við árslok verið rúmlega 5,4 milljónir sem þýði að Samstöðin hafi eytt minna en til hennar rann á árinu.

„Þetta er kostuleg framsetning. Róðurinn er alls ekkert þungur hjá Samstöðinni, ekki í þeirra merkingu að þar sé eitthvert ófjármagnað tap. Framlög áskrifenda fara inn í Alþýðufélagið, sem á 100% hlutafjár í Samstöðinni, sem leggur féð síðan inn sem víkjandi lán til Samstöðvarinnar og sama má segja um stuðning frá Sósíalistaflokknum, hann kemur inn sem lán sem síðan má breyta í hlutafé. Þetta er gert til þess að þessi framlög, bæði flokks og áskrifenda, verði að eign í Samstöðinni, að þau sem hafa lagt fé til uppbyggingar hennar eigi hana í framtíðinni.
Til að sjá hvort Samstöðin sé að brenna peningum umfram það sem hún aflar má lesa fjárstreymið. handbært fé í ársbyrjun 2023 var 1.164.291 kr. en var í árslok 5.454.998 kr. Það merkir að Samstöðin hafi eytt 4,3 m.kr. minna en runnu til hennar á þessu ári. Það gefur ágæta mynd af rekstrinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segja innrásina í Kúrsk hafa fyllt rússnesku elítuna efasemdum

Segja innrásina í Kúrsk hafa fyllt rússnesku elítuna efasemdum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rannsókn sýnir að íslensk ungmenni eiga erfiðara með samkennd en önnur – „Mér finnst ótrúlegt að þetta hafi ekki fengið umræðu“

Rannsókn sýnir að íslensk ungmenni eiga erfiðara með samkennd en önnur – „Mér finnst ótrúlegt að þetta hafi ekki fengið umræðu“
Fréttir
Í gær

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Í gær

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram