fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 19:30

Vinningshafinn þarf ekki að hafa áhyggjur af tómu veski í framtíðinni. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn heppinn miðahafi var með allar tölurnar réttar í bandaríska Mega Millions-lottóinu í gær. Ekki var um neinn smávinning að ræða því 20 útdrættir voru frá því að síðasti risapottur gekk út. Var potturinn að þessu sinni rúmlega 800 milljónir Bandaríkjadala, eða 111 milljarðar íslenskra króna.

Lukkutölurnar að þessu sinni voru 1, 2, 16, 24, 66 og var ofurtalan 6.

Miðinn var keyptur á bensínstöð í Sugar Land í Texas og fær bensínstöðin í sinn hlut eina milljón dollara, tæpar 140 milljónir króna. Sigurvegarinn hefur ekki gefið sig fram og því ekki ljóst á þessari stundu hver það var sem datt í lukkupottinn.

Í frétt New York Post kemur fram að líkurnar á að vinna þann stóra í Mega Millions-lottóinu séu eiginlega stjarnfræðilega litlar, eða 1 á móti 302.575.350.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar