Auðmenn þykja stundum nokkuð sérvitrir, en fáir gera það líklega með jafn áberandi hætti og Elon Musk. Frumkvöðullinn hefur undanfarið látið meira í sér heyra hvað varðar bandarísk stjórnvöld og hefur fært sig lengra en nokkru sinni áður yfir á hægri vænginn. Hann styður framboð Donald Trump til embættis forseta, er á móti frjálsu flæði innflytjenda yfir landamærin, telur mikilvægt að eignast sem flest börn og undanfarið hefur hann talað fyrir kristilegum gildum.
Það vakti athygli eftir kappræður forsetaframbjóðendanna í nótt þegar stórstjarnan Taylor Swift lýsti opinberlega yfir stuðningi við Kamala Harris. Yfirlýsingarinnar hefur verið beðið með óþreyju, en áður hafi Trump deilt myndum frá gervigreind og haldið því fram að Swift væri með honum í liði. Swift hefur nú komið því skýrt fram að svo sé ekki.
Elon Musk ákvað að tísta um yfirlýsingu Swift og þykir tístið nokkuð furðulegt.
„Gott og vel Taylor. Þú vinnur…. Ég skal geta þér barn og verja ketti þína með lífi mínu“
Þar vísaði Musk til þess að Swift er barnlaus kattarkona, og kvittaði hún undir yfirlýsinguna sem slík til að vísa til ummæla varaforsetaefnis Trump, JD Vance, sem hefur farið niðrandi orðum um konur sem kjósa að vera barnlausar.
Musk hafði þó ekki lokið sér af og svo virðist sem hann líti á sig og Swift sem mikilvæga áhrifavalda stríðandi fylkinga. Hann sé áhrifavaldurinn sem geti komið Trump til vald og hún gæti komi komið Harris til valda. Hann svaraði öðru tísti og kom þessu skýrt á framfæri: „Guð minn góður, þetta er orðið að Elon gegn Taylor Swift kosningum“
Fine Taylor … you win … I will give you a child and guard your cats with my life
— Elon Musk (@elonmusk) September 11, 2024
Tíst Musk vakti blendin viðbrögð. Einn benti á að stuðningur Swift við Harris rími ágætlega við skiptingu atkvæða milli frambjóðenda eftir hjúskaparstöðu þar sem Trump er langvinsælastur meðal giftra en Harri vinsælli meðal ógiftra. Aðrir bentu á að það væri stórfurðulegt að bjóðast til að barna konu bara út frá því hvernig hún styður til embættis forseta.
„Elon er að sýna heiminum að hann er karlrembusvín. Elon mistekst aldrei að sýna heiminum nákvæmlega hver hann er,“ skrifaði hakkarahópurinn Anonymous. „Þetta er bara óhuggulegt gaur,“ skrifar einn og annar bætir við „þetta er svo furðulegt gaur“.
Aðrir bentu á að Musk ætti kannski að gæta orða sinna í ljósi þess að Swift er á föstu með ruðningsmanninum Travis Kelce sem sé tröllvaxinn og ætti auðvelt með að taka Musk í bóndabeygju. Musk hefur svarað fjölda athugasemda þar sem hann leggur meira að segja til að hann og Travis Kelce mætist í boxhring. Leikarinn Billy Baldwin veltir því fyrir sér í athugasemd hvort að tíst Musk þýði að enginn aðdáandi Swift muni nú kaupa sér Teslu.
Enn aðrir veltu fyrir sér hvort að Musk væri bara endanlega farinn í hausnum. „Þetta tíst færir hlutina í glænýjar hæðir furðulegheita. Þetta er ekki einu sinni sérviska lengur heldur bara vanstillt“. Annar spurði hreint út: „Er ekki allt í lagi heima hjá þér?“,