Taylor var sjö ára þegar hún lék eitt aðalhlutverkanna í jólamyndinni How the Grinch Stole Christmas árið 2000. Myndin hefur orðið sígild og skylduáhorf um hver jól hjá mörgum aðdáendum jóla, kvikmynda og Jim Carrey, sem lék aðalhlutverkið sjálfan Grinch eða Trölla.
Hún sló svo í gegn í þáttunum Gossip Girl frá 2007 til 2012.
Taylor er í dag 31 árs og söngkona hljómsveitarinnar The Pretty Reckless.
Hún hefur ekki mikið verið fyrir að láta mynda sig á rauða dreglinum undanfarin ár, en í fyrra mætti hún á sinn fyrsta viðburð í fimm ár.
Taylor vakti athygli á mánudaginn á viðburði sem hún kallaði „fyndnasta tískuviðburð sem ég hef mætt á.“ Um var að ræða KidSuper Studios Funny Business Volume III: A Night At The Apollo.
Fyrrverandi barnastjarnan mætti í buxum og jakka í stíl en undir var hún ber að ofan með límband yfir brjóstunum.