Harry Kane viðurkennir að það sé mikil hvatning fyrir hann að sjá Cristiano Ronaldo skora mörk fyrir Portúgal, 39 ára gamall.
Kane er 31 árs í dag en hann er markahæsti leikmaður í sögu Englands með 66 mörk í 99 leikjum.
Ronaldo er enn að raða inn mörkum þrátt fyrir háan aldur og vonast Kane til að spila fyrir England í mörg ár til viðbótar.
,,Mér líður mjög vel bæði líkamlega og andlega, ég er á toppi ferilsins,“ sagði Kane í samtali við blaðamenn.
,,Ég fylgist með öðrum leikmönnum, Ronaldo var að skora sitt 901. mark á ferlinum og að sjá hann gera þetta 39 ára gamall er mikil hvatning fyrir mig – ég vil spila eins lengi og ég get.“
,,Ég elska þennan leik og ég elska það að spila fyrir England – ég vil ekki að því ljúki á næstunni.“