William Gallas, fyrrum leikmaður Chelsea, segir Raheem Sterling að kenna sjálfum sér um að hann hafi verið losaður í sumarglugganum.
Chelsea ákvað að láta Sterling fara undir lok gluggans en Arsenal samdi við enska landsliðsmanninn á lánssamningi.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hafði ekki áhuga á að nota Sterling en hann hafði ekki beint staðist væntingar undanfarin tvö ár.
,,Stundum þurfa leikmenn að kenna sjálfum sér um þegar hlutirnir ganga ekki upp. Raheem Sterling var í þessari stöðu hjá Chelsea – hann stóðst ekki væntingar í tvö ár,“ sagði Gallas.
,,Hann skoraði ekki nóg og skapaði ekki nóg og nýi stjórinn tók þá ákvörðun að hann hafði ekki not fyrir hann í hópnum.“
,,Nú eru allir spenntir fyrir því hvað hann mun gera hjá Arsenal og stundum þurfa leikmenn einfaldlega að finna fyrir ást frá sínum þjálfara.“