Það er ósanngjarnt af stuðningsmönnum Manchester United að gefast upp á miðjumanninum Casemiro þrátt fyrir slæma frammistöðu í síðasta leik.
Þetta segir Nicky Butt, fyrrum leikmaður liðsins, en Casemiro fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í 3-0 tapi gegn Liverpool í síðustu umferð.
Brassinn virkaði alls ekki í takti í þessari viðureign og eru margir sem kalla eftir því að hann fái takmarkaðan spilatíma í komandi verkefnum.
,,Hann er búinn að vinna allt sem er hægt að vinna í þessari íþrótt,“ sagði Butt í samtali við MEN.
,,Að mínu mati þá er þessi gagnrýni að hluta til ósanngjörn. Hann átti slæman fyrri hálfleik gegn Liverpool og allir snerust gegn honum.“
,,Það er of mikið ef þú spyrð mig, hann veit hvað hann er að gera. Hann átti slæman leik en við höfum allir verið þar.“