fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Pressan

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 07:30

Þýskur lögreglumaður. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í bænum Iserlohn í Þýskalandi handtók fjóra karlmenn á sunnudaginn en þeir eru grunaðir um hrottalegt ofbeldisverk.

Samkvæmt frétt Bild þá nauðguðu mennirnir þrítugum karlmanni og pyntuðu hann. Þegar lögreglan fann manninn, lá hann á hnjánum og var bundinn á höndunum.

Fjöldi fólks heyrði manninn kalla á hjálp og hringdi í lögregluna. Maðurinn var alvarlega slasaður og var strax fluttur á sjúkrahús.

Nokkrum klukkustundum síðar voru fjórir karlmenn handteknir vegna málsins. Einn þeirra er danskur ríkisborgari og þrír eru hollenskir ríkisborgarar. Þeir eiga það sameiginlegt með fórnarlambinu að vera íranskir að uppruna.

Hinir handteknu eru sagðir vera stuðningsmenn írönsku klerkastjórnarinnar en fórnarlambið ekki.  Eru þeir sagðir hafa viljað niðurlægja fórnarlambið. Ekki liggur fyrir hvort fórnarlambið þekkti ofbeldismennina.

Fjórmenningarnir, sem eru 24, 34, 42 og 46 ára, fundust í nærliggjandi skógi en lögreglan leitaði þeirra úr lofti. Ekki er talið útilokað að tveir menn til viðbótar hafi tekið þátt í ofbeldisverkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Af hverju er botninn á gosdósum ekki flatur?

Af hverju er botninn á gosdósum ekki flatur?
Pressan
Í gær

Myrti fjóra í skólanum sínum – Nú streyma skelfilegar sögur um fjölskylduna fram

Myrti fjóra í skólanum sínum – Nú streyma skelfilegar sögur um fjölskylduna fram
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skrímslið í Avignon segir lögreglu hafa rústað lífi sínu – Allir væru hamingjusamari hefði hann áfram fengið að brjóta gegn eiginkonu sinni

Skrímslið í Avignon segir lögreglu hafa rústað lífi sínu – Allir væru hamingjusamari hefði hann áfram fengið að brjóta gegn eiginkonu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“