fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Árás Úkraínumanna kom öllum á óvart – Nú finna Rússar fyrir afleiðingunum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var nákvæmlega einn mánuður liðinn síðan Úkraínumenn réðust óvænt inn í Kúrsk-héraðið í Rússlandi. Innrásin kom öllum í opna skjöldu og margir veltu fyrir sér hver tilgangurinn með henni væri.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur sagt að markmiðið með innrásinni sé að mynda „stuðpúðasvæði“ svo Rússar eigi erfiðara með að ráðast á Úkraínu.

Margir sérfræðingar töldu hins vegar að markmiðið væri að reyna að draga rússneskar hersveitir frá Donetsk en þar hafa Úkraínumenn átt í vök að verjast síðustu mánuði og hafa tapað töluverðu landsvæði í hendur Rússa.

Nú bendir ýmislegt til að innrásin í Kúrsk sé farin að skila árangri. CNN hefur eftir Oleksandr, Syrskyy, yfirmanni úkraínska hersins, að sókn Rússa að bænum Pokrovsk, sem er lykilbær í Donetsk, sé nú stopp. „Síðustu sex daga hefur óvinurinn ekki getað sótt einn metra fram í átt að Pokrovsk. Með öðrum orðum, taktík okkar virkar,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að einnig hafi dregið úr þunga árása Rússa á öðrum svæðum í austurhluta Úkraínu.

TV2 hefur eftir Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingi við danska varnarmálaskólann, að hann telji þetta vera rétt hjá Syrskyy og þetta bendi til að Rússar séu að verða uppiskroppa með hermenn og hergögn í Donetsk. Hann benti á að þeir hafi orðið fyrir miklu mannfalli og misst mikið af hergögnum í sókninni að Pokrovsk og nú virðist sem sókn þeirra hafi stöðvast. Það þýði þó ekki endilega að hún hafi stöðvast að eilífu. Hann benti einnig á að fréttir hafi borist af því að Úkraínumenn hafi flutt tvær stórar herdeildir til Donetsk til að styrkja varnirnar þar.

Í umfjöllun Forbes um sókn Rússa að Pokrovsk segir að hún hafi reynst þeim dýrkeypt og er tekið sem dæmi að á einu degi, sunnudeginum 1. september, hafi þeir misst allt að 180 ökutæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag