fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fréttir

Stóra fíkniefnamálið: Einn hefur játað sök – Sótti 12,4 milljónir í reiðufé á bifreiðaverkstæði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. september 2024 21:30

Verkstæðið þar sem maðurinn sótti peningana. Mynd úr lögregluskýrslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau tíðindi hafa orðið í stóra fíkniefnamálinu, sem varðar meinta ólöglega starfsemi 18 manna hóps, að einn sakborningurinn hefur játað þá ákæruliði sem beinast að honum. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara.

Þetta leiðir til þess að mál þessa manns hefur verið klofið frá málinu í heild og verður réttað gegn honum sér. Fyrirtaka í máli hans var við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.

Sjá einnig: Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Við þingfestingu málsins, 12. ágúst síðastliðinn, mættu 15 sakborningar af 18 og neituðu allir sök. Ákæran varðar meðal annars skipulagða brotastarfsemi, peningaþvætti og fíkniefnasölu.

Maðurinn sem hér um ræðir er eini sakborningurinn sem hefur játað sök. Hann er ákærður fyrir peningaþvætti, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Er honum gefið að sök að hafa fimmtudaginn 19. október árið 2023 móttekið 12 milljónir og 396 þúsund krónur í reiðufé, sem var afrakstur brotastarfsemi, frá öðrum sakborningi í málinu, á bifreiðaverkstæðinu Bílavogur við Auðbrekku 17 í Kópavogi.

Hann er sagður hafa geymt peningana í bíl sem hann ók sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bílnum örugglega vegna vímuáhrifa, um Álfabakka til móts við Sambíóin, en þar stöðvaði lögregla aksturinn. Hann er sagður hafa haft í vörslu sinni 9 töflur af lyfseðilsskyldu róandi lyfi.

Hann er ennfremur ákærður fyrir að hafa haft tæplega 30 grömm af amfetamíni á heimili sínu í Yrsufelli, en lögregla gerði húsleit þar.

Aðalmeðferð málinu í heild, fyrir utan þennan hluta, verður 21. október við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Sjá einnig: Ákæran í stóra fíkniefnamálinu:Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir íslenskan almenning ekki ætla að borga brúsann – „Þangað til ætlum við ekkert að sturta þessu samfélagi niður“

Segir íslenskan almenning ekki ætla að borga brúsann – „Þangað til ætlum við ekkert að sturta þessu samfélagi niður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aftur efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings Helga Magnúsi

Aftur efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings Helga Magnúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Nóru? – 150 þúsund króna fundarlaun

Hefur þú séð Nóru? – 150 þúsund króna fundarlaun