fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Eyjan

Starfsmaður þingflokks Sjálfstæðismanna furðar sig á mótmælunum í dag – „Það er gert grín að okkur fyrir þetta erlendis“

Eyjan
Þriðjudaginn 10. september 2024 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokks furðar sig á mótmælum sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður flokks fólksins, hafa boðað til í dag. Verkalýðshreyfingin hafi barist fyrir háum launahækkunum og það hafi átt sinn hlut í að hækka verðbólgu og þar með vaxtastig. Þetta kemur fram í grein sem birtist hjá Vísi.

Kristófer Már Maronsson er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokks og gagnrýnir hann í grein sinni herkall Ragnars og Ásthildar sem birtist hjá Vísi í gær. Þar reka tvímenningarnir hvernig greiðslubyrði margra hafi rúmlega tvöfaldast á undanförnum árum og hvernig fólk í þessari stöðu geti jafnvel ekki staðist greiðslumat til að skipta yfir í lán sem ber lægri afborganir. Nefndu þau sem dæmi stöðu einstæðrar móður á örorkubótum sem sé í þeirri stöðu að afborganir á húsnæðisláni hafi hækkað úr 120 þúsund krónum á mánuði yfir í 270 þúsund.

Einstæður öryrki hafi það sæmilegt

Kristófer fer með þetta dæmi lengra og segir að þvert á móti hafi kona í þessari stöðu það nokkuð sæmilegt.

„Gefum okkur að hún hafi orðið öryrki 30 ára og hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð, eigi tvö börn í grunnskóla og hafi engar aðrar tekjur. Samkvæmt reiknivél TR eru ráðstöfunartekjur tæplega 688 þús. á mánuði eftir skatt. Við það bætast barna- og vaxtabætur, um 87 þús. á mánuði sem gera ráðstöfunartekjur heimilisins 775 þús. á mánuði. Þar af er afborgun af láni 155 þús. (20% af ráðstöfunartekjum) ef hún skiptir í verðtryggt eða 270 þús. (35%) haldi hún sig við óverðtryggða lánið. Dæmi nú hver fyrir sig um hvort þetta sé glæpsamlegt ofbeldi eins og tvímenningarnir kalla það.“

Blm sló inn gefnum forsendum í reiknivél TR og þetta var niðurstaðan, eða 687.802 kr. eftir skatt

Kristófer tekur undir með tvímenningunum að vextir séu í dag háir og eðlilegt að það fari fyrir brjóstið á fólki. Lausnin sé þó ekki að lækka vexti og hætta þar með á hærri verðbólgu.

Kristófer sakar tvímenningana um að spila með tilfinningar fólks með það að markmiði að skapa reiði og fá það til að fjölmenna á Austurvöll til að mótmæla við þingsetningu. Vaxtahækkanir kalli þau Ásthildur og Ragnar ofbeldi eða glæp og að níðst sé á heimilum landsins.

„Það er alvarlegt að fólk í áhrifastöðu misnoti slík orð, enda ef fólk verður fyrir ofbeldi eða glæpum getur það leitað réttar síns í dómskerfinu. Ég hvet Ragnar og Ásthildi til þess að leita réttar síns ef þau telja á sér brotið og treysti dómskerfinu til að skera úr um málið.“

Þetta gengur bara ekki upp

Verkalýðshreyfingin hafi hrósað sér fyrir hóflegar launahækkanir. Þetta kallar Kristófer gaslýsingu þar sem horfa þurfi til hluts ríkisins í þessum kjarasamningum. Aðkoma ríkisins hafi falið í sér útgjöld ríkissjóð sem jafna megi við launahækkanir. Þar með hafi laun ítrekað verið hækkuð umfram svigrúm.

„Það er gert grín að okkur fyrir þetta erlendis. Að við séum í alvörunni ekki búin að fatta að þetta leiði af sér hærri verðbólgu.“

Kristófer bendir á að hvergi í heiminum þar sem launahækkanir séu háar sé verðbólga samhliða lítil. Þetta haldist í hendur.

„Að berjast fyrir of háum launahækkunum er eins og að krefjast þess að fá að vaka fram eftir á hverju kvöldi. Að kenna ríkisstjórninni í kjölfarið um að verðbólga sé ekki hófleg er eins og að kenna foreldrum sínum um að maður sé þreyttur á hverjum morgni. Þetta bara gengur ekki upp. En það hefðu allir getað gert betur. Verkalýðshreyfingin gæti krafist hóflegra launahækkana án aðkomu ríkisins, hið opinbera getur farið enn betur með fé og einfaldað regluverk og Seðlabankinn hefði getað hækkað vexti fyrr og hraðar, en hann hefði ekki endilega þurft þess ef öðruvísi væri staðið að málum.

Þessu verðum við að breyta fyrir okkur sjálf, framtíðina og börnin okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann: Stefnubreyting Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum vatn á myllu Miðflokksins

Eiríkur Bergmann: Stefnubreyting Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum vatn á myllu Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birtingarmynd spillingar, kjördæmapots og fullkomins virðingarleysis gagnvart skattgreiðendum

Birtingarmynd spillingar, kjördæmapots og fullkomins virðingarleysis gagnvart skattgreiðendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kirkjuræningjar

Óttar Guðmundsson skrifar: Kirkjuræningjar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump stendur frammi fyrir vaxandi vandamáli sem gæti kostað hann forsetaembættið

Trump stendur frammi fyrir vaxandi vandamáli sem gæti kostað hann forsetaembættið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Trumpliðar ekki í neinum vafa – „Við megum spila ABBA!“

Trumpliðar ekki í neinum vafa – „Við megum spila ABBA!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Bubbi, vextir og kosningar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Bubbi, vextir og kosningar