fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. september 2024 14:28

Katrín og Vilhjálmur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Middleton Bretaprinsessa tilkynnti nýlega að hún hefði lokið krabbameinslyfjameðferð. Í gær deildi hún myndbandi á X þar sem eiginmaður hennar, Vilhjálmur og börn þeirra, George, 11 ára, Charlotte, níu ára og Louis, sex ára, sjást njóta lífsins saman í gönguferð í skógi.

Samhliða myndbandinu deilir Katrín skilaboðum þar sem hún tilkynnti að hún hafi lokið lyfjameðferð sinni við krabbameini.

„Þegar sumarið er á enda, get ég ekki sagt þér hvaða léttir það er að hafa loksins lokið krabbameinslyfjameðferðinni. Síðustu níu mánuðir hafa verið ótrúlega erfiðir fyrir okkur fjölskylduna. Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði og við höfum þurft að finna leið til að sigla um stormasamt vatnið og veginn sem er óþekktur,“ segir Katrín.

Katrín, sem er 42 ára, segir að ferlið hafi verið „flókið, skelfilegt og ófyrirsjáanlegt“ fyrir hana og fjölskyldu hennar og gefið henni nýja sýn á allt.

„Þessi tími hefur umfram allt minnt mig og William á að ígrunda og vera þakklát fyrir hina einföldu en mikilvægu hluti í lífinu, sem svo mörgum okkar finnst oft sjálfsagðir,“ segir Katrín, sem segist ætla að gera allt sem hún getur til að meinið taki sig ekki upp aftur.

„Þrátt fyrir að ég hafi lokið krabbameinslyfjameðferð er leið mín að lækningu og fullum bata löng og ég verð að halda áfram að taka hverjum degi eins og hann kemur. Ég hlakka hins vegar til að vera aftur í vinnunni og taka að mér fleiri opinber verkefni á næstu mánuðum þegar ég get.“

Segir hún þau hjónin „ svo þakklát fyrir stuðninginn sem við höfum fengið og höfum fengið mikinn styrk frá öllum þeim sem eru að hjálpa okkur á þessum tíma.“

Katrín greindi frá því í mars að hún hefði verið greind með krabbamein, rúmum mánuði eftir að tengdafaðir hennar, Karl III konungur, tilkynnti um eigin krabbameinsgreiningu. Á þeim tíma sagði konungurinn að krabbameinsgreiningin væri „mikið áfall“ fyrir Katrínu og fjölskyldu hennar og að þau þyrftu bæði að huga að meðferð sinni. Katrín hélt sig frá sviðsljósinu nær allan meðferðartímann og kom aðeins fram opinberlega á Trooping the Color skrúðgöngunni í júní og á Wimbledon meistaramótinu í tennis í júlí.

Ekki hefur enn verið gefið upp hvers konar krabbamein Katrín glímdi við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“