Samherjar Casemiro hjá Manchester United telja að léleg spilamennska hans undanfarið sé vegna þess hversu lélegt liðið er. Casemiro hafi komið í United á þeim forsendum að liðið ætti að berjast um titla.
Casemiro er á sínu þriðja tímabili á Old Trafford og eftir frábært fyrsta tímabil hefur hallað undan fæti.
Casemiro var ósáttur með gengi liðsins á síðustu leiktíð. Segir í frétt Manchester Evening News að hann hafi átt erfitt með að sætta sig við slakt gengi liðsins.
Samherjar Casemiro segja að fimmfaldur sigurvegari í Meistaradeild Evrópu hafi ekki mætt til United til að standa í þessu.
Casemiro er með samning til ársins 2026 en hann missir sæti sitt líklega á næstu vikum til Manuel Ugarte.