fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt

Pressan
Þriðjudaginn 10. september 2024 15:30

Kim Jong-un. Mynd: EPA-EFE/KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að yfirvöld þar í landi vinni nú að því að endurskipuleggja stefnu sína þegar kemur að kjarnorkuvopnum. Markmiðið sé að margfalda fjölda þeirra kjarnavopna sem landið hefur yfir að ráða.

Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, KCNA, greindi frá þessu í morgun.

Þjóðhátíðardagur Norður-Kóreu var haldinn í gær en þá voru 76 ár liðin síðan ríkið fékk sjálfstæði. Í ræðu sem Kim hélt í tilefni af hátíðarhöldunum sagði hann að Norður-Kóreumenn þyrftu að vera við öllu búnir til að tryggja öryggi landsins og liður í því væri að stækka vopnabúrið.

Kim nefndi sérstaklega ógn frá Bandaríkjunum og bandaþjóðum þeirra í álfunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neðansjávarfjöll við Kanaríeyjar gætu verið skýringin á þjóðsögunni um Atlantis

Neðansjávarfjöll við Kanaríeyjar gætu verið skýringin á þjóðsögunni um Atlantis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingar vara við hættulegu Internet-trendi – „Þá ertu fáviti“

Sérfræðingar vara við hættulegu Internet-trendi – „Þá ertu fáviti“