fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fókus

Gerði þeim gott að fara í sambandsráðgjöf – „Bara að fá að vera til staðar fyrir hvort annað er allt sem við þráum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. september 2024 12:15

Samsett mynd/Instagram @gudrunoskm og @arni_kristjansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ósk Maríasdóttir er matvælafræðingur, næringarþjálfari, nuddari, saunadrottning, móðir og svo margt fleira. Hún er gestur vikunnar í Fókus, hlaðvarpsþætti DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Guðrún Ósk er gift Árna Birni Kristjánssyni og saman eiga þau þrjú börn. Þau njóta bæði mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og undanfarið hafa þau verið að deila meira efni tengdu sambandinu þeirra á Instagram. Eins og hvernig þau halda neistanum lifandi, hvernig þau eru til staðar fyrir hvort annað, hugga hvort annað og skemmta sér vel saman.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arni Bjorn (@arni_kristjansson)

Færslurnar hafa vakið mikla athygli, enda ekki oft sem fólk er til í að berskjalda sig á þennan hátt.

„Við erum búin að ganga í gegnum ýmislegt saman. Við erum búin að vera saman í fjórtán ár,“ segir Guðrún Ósk í Fókus.

„Við erum bæði búin að breytast rosalega mikið sem einstaklingar og elskum að fylgjast með hvort öðru þroskast í þá átt sem hvort okkar velur. Og við veljum alltaf að vera saman, sem er rosa sterkt í okkur. Við finnum að við tökum ekki hvort öðru sem sjálfsögðum hlut og við veljum alltaf okkar tengingar og að sinna sambandinu.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arni Bjorn (@arni_kristjansson)

Síðastliðin ár hafa þau bæði byrjað að aðhyllast andlegan lífsstíl. „Ég tók þessa beygju eftir höfuðhöggið. Fór meira í það andlega,“ segir Guðrún Ósk sem ræddi nánar um höfuðhöggið í þættinum.

Sjá einnig: Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“

Hún segir að Árni hafi fylgt stuttu síðar. „Við fluttum til Tenerife í fæðingarorlofinu með Arnald [árið 2021] og vorum þar í sex mánuði. Þá fékk Árni tækifæri til að kúpla sig út,“ segir hún. Fyrir það hafði Árni verið á fullu í CrossFit.

„Búinn að missa kannski smá sjónar af sjálfum sér og fékk þá tækifæri til að kúpla sig út. Ekki nein pressa frá vinunum, fjölskyldunni, vinnunni. Hann fékk að vera hann sjálfur og uppgötva aftur: Hvað vil ég, hvað langar mig, hver er ég? Og í kjölfarið fór hann í mikla vinnu. Við ákváðum saman að fara í sambandsmeðferð hjá sálfræðingi og áttum þar rosa góða tíma,“ segir Guðrún Ósk. Þau fóru á þriggja til fjögurra vikna fresti í heilt ár.

„Við fórum inn á alls konar hliðar í sambandinu og líka bara hvaðan við komum. Við vorum 20 og 22 ára þegar við byrjuðum saman, við vorum bara börn.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arni Bjorn (@arni_kristjansson)

Gerði þeim gott

Guðrún Ósk segir að það hafi gert þeim mjög gott að fara saman til sálfræðings.

„Við lærðum að skilja hvaðan hvort annað okkar kemur, sárin okkar, sigrarnir okkar. Við náðum þannig einhvern veginn miklu dýpri tengingu. Bara að fá að vera til staðar fyrir hvort annað er allt sem við þráum,“ segir hún.

„Við fundum og finnum að fólk sér þetta í okkur. Að við erum með einlæga tengingu, djúpa tengingu. Við erum búin að leggja inn rosa mikla vinnu og hlökkum bara til að gera meiri vinnu […] Við erum ekkert endilega að velja að deila þessu. Við erum bara að deila því sem lífið okkar hefur upp á að bjóða núna.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arni Bjorn (@arni_kristjansson)

Guðrún Ósk ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Til að horfa á þáttinn í heild sinni smelltu hér, eða hér til að hlusta á Spotify.

Fylgstu með Guðrúnu Ósk á Instagram og smelltu hér til að fylgja Árna Birni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“
Fókus
Í gær

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“
Fókus
Í gær

Eiginmaður Birnu situr inni á Litla-Hrauni – „Ég vildi að ég hefði vitað betur en að fara með börn í heimsókn á þessa staði“

Eiginmaður Birnu situr inni á Litla-Hrauni – „Ég vildi að ég hefði vitað betur en að fara með börn í heimsókn á þessa staði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún Ósk upplifði mikla hjartasorg þegar hún þurfti að klára fæðinguna á sjúkrahúsinu

Guðrún Ósk upplifði mikla hjartasorg þegar hún þurfti að klára fæðinguna á sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stærsta endurkoma ársins – Linkin Park tilkynna plötu og tónleikaferðalag

Stærsta endurkoma ársins – Linkin Park tilkynna plötu og tónleikaferðalag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fær borgað fyrir að borða – Opnar sig um skuggahliðarnar

Fær borgað fyrir að borða – Opnar sig um skuggahliðarnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi
Hide picture