fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Þetta eru „bestu“ lönd í heimi – Ísland kemst ekki á topp 20

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sviss hefur verið valið „besta“ land í heimi samkvæmt niðurstöðum úttektar sem vefsíðan US News and World Report hefur tekið saman. Um er að ræða árlegan lista og eru 15 af 25 efstu þjóðunum í Evrópu.

Það er skemmst frá því að segja að Ísland er í 22. sæti á listanum á eftir löndum eins og Finnlandi, Spáni og Suður-Kóreu en á undan löndum eins og Belgíu, Írlandi og Lúxemborg.

Í umfjöllun miðilsins kemur fram að niðurstöðurnar byggist á spurningalista sem lagður var fyrir um 17 þúsund einstaklinga um allan heim í mars og fram í maí á þessu ári. Komu fleiri stofnanir að gerð listans, til dæmis markaðs- og samskiptafyrirtækið WPP og The Wharton School of the University of Pennsylvania.

Það getur verið vandkvæðum bundið að leggja huglægt mat á hvað það er sem gerir land gott og hvað ekki. Svarendur voru beðnir um að svara ýmsum spurningum um alls 89 lönd, til dæmis varðandi lífsgæði; þá einna helst efnahag, pólitískan stöðugleika, öruggan vinnumarkað, verðlag, jafnrétti og öryggi.

Meðal annarra atriða sem lögð voru til grundvallar voru skattaumhverfi, spilling, menntunarstig, tæknilegir innviðir og tengsl við önnur lönd eða ríki svo nokkur atriði séu nefnd.

Þá er það talið til tekna sé tiltekið land valdamikið og vegna stærðar Íslands þarf ekki að koma mjög á óvart að Ísland skorar heldur lágt þar, eða í 76. sæti. Þegar kemur að lífsgæðum er Ísland í 19. sæti en hæst skorum við í 12. sæti þegar kemur að því sem kallað er „social purpose“. Er þá átt við afstöðu eða umburðarlyndi  til mannréttinda, umhverfismála, jafnréttis, trúfrelsis og loftslagsmála svo eitthvað sé nefnt.

Hér má sjá efstu 25 löndin:

1.Sviss

2. Japan

3. Bandaríkin

4. Kanada

5. Ástralía

6. Svíþjóð

7. Þýskaland

8. Bretland

9. Nýja-Sjáland

10. Danmörk

11. Noregur

12. Frakkland

13. Holland

14. Singapúr

15. Ítalía

16. Kína

17. Sameinuðu arabísku furstadæmin

18. Suður-Kórea

19. Spánn

20. Finnland

21. Austurríki

22. Ísland

23. Belgía

24. Írland

25. Katar

 

Neðstu 10 löndin:

80. Úkraína

81. Aserbaídsjan

82. Íran

83. Kasakstan

84. Hondúras

85. Kamerún

86. Alsír

87. Líbanon

88. Serbía

89. Belarús

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin