Í skeyti lögreglu vegna verkefna gærkvöldsins og næturinnar kemur fram að meiðsli hafi sem betur fer reynst minniháttar en sá sem fyrir árásinni varð fór á bráðamóttöku LSH. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu.
Lögreglan á lögreglustöð 2, sem sinnir Garðabæ og Hafnarfirði, fékk svo tilkynningar um hótanir og skemmdarverk. Málið er í rannsókn og eru nokkrir grunaðir um aðild að málinu.
Þá var góðkunningjum lögreglu vísað úr stigagangi þar sem þeir höfðu hreiðrað um sig.
Lögregla hafði svo afskipti af tveimur einstaklingum í aðskildum málum miðborginni. Annar var með járnstöng og meint þýfi í fórum sínum og hinn var með almenn leiðindi og óvelkominn á því öldurhúsi sem hann var. Þeir voru látnir lausir eftir upplýsingatöku og haldlagningu.
Lögreglumenn á lögreglustöð 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, handtók ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði ekið á nokkrar bifreiðar í þessu ástandi. Engin meiðsli urðu á fólki en alls urðu skemmdir á sex bifreiðum.