Anthony Martial fyrrum framherji Manchester United er áfram atvinnulaus og ekkert virðist vera að ganga upp.
Flamengo í Brasilíu vildi fá Martial en þær viðræður hafa siglt í strand.
Kröfurnar sem Martial gerðu voru óraunhæfar að mati Flamengo ef marka má fréttir í Brasilíu.
Þannig vildi Martial þriggja ára samning sem félagið taldi ekki eðlilegt miðað við meiðslastöðu hans síðustu ár.
Þá voru launakröfur Martial þannig að brasilíska félagið hafði aldrei efni á þeim.
Martial varð samningslaus hjá United í sumar og ákvað enska félagið ekki að gefa honum nýjan samning.