fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
433Sport

Hareide svekktur – „Barnarleg mistök sem kosta okkur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2024 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands segir að barnaleg mistök hafi kostað íslenska liðið í 3-1 tapinu gegn Tyrklandi í kvöld.

Staðan var 1-1 í hálfleik en íslenska liðið gaf eftir því sem leið á leikinn.

„Þetta er léleg sending í fyrsta markinu og við missum boltann fyrir teiginn, það er vond byrjun. Leikmennirnir börðust í fyrri hálfleik og annað gott fast leikatriði sem jafnar leikinn fyrir okkur,“ sagði Hareide um leikinn á Stöð2 Sport.

„Við ræddum í hálfleik að spila meira í fætur, í seinni hálfleik fengum við tækifæri þegar við vorum með þá. Við hefðum getað komist yfir.“

Hareide segir að mistök hafi reynst dýr. „Það eru barnaleg mistök sem kosta okkur, þetta var einn af þeim dögum þar sem þetta gekk ekki upp.“

„Þegar við vorum 2-1 undir þá reyndum við að jafna og áttum góðan kafla þar. Svo fjaraði þetta út og það var þreyta eftir seinni leikinn, við höfum átt í vandræðum með að ná í úrslit í seinni leiknum.“

„Við reyndum að jafna en vorum ekki nógu klókir að finna svæðin á milli lína. Við virkuðum þreyttir undir restina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pabbinn moldríki stelur öllum forsíðunum: Virðist forðast ákveðna meðlimi fjölskyldunnar – Engin nærvera og engar gjafir um jólin

Pabbinn moldríki stelur öllum forsíðunum: Virðist forðast ákveðna meðlimi fjölskyldunnar – Engin nærvera og engar gjafir um jólin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot gefur sterklega í skyn að Trent sé að framlengja – ,,Ætti að segja ykkur alla söguna“

Slot gefur sterklega í skyn að Trent sé að framlengja – ,,Ætti að segja ykkur alla söguna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið West Ham og Liverpool – Nunez bekkjaður

Byrjunarlið West Ham og Liverpool – Nunez bekkjaður
433Sport
Í gær

Vandræðagemsinn entist ekki lengi í nýju starfi

Vandræðagemsinn entist ekki lengi í nýju starfi