Láru Orri Sigurðsson sérfræðingur á Stöð2 Sport segir að íslenska liðið hafi aldrei átt séns gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 3-1 tapi íslenska liðsins.
Tyrkir komust yfir á annari mínútu leiksins þegar Jóhann Berg Guðmundsson tapaði boltanum á miðsvæðinu. Guðlaugur Victor Pálsson var svo sofandi í varnarleiknum og Kerem Akturkoglu setti knöttinn í netið.
Íslenska liðið jafnaði þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en Guðlaugur Victor stangaði þá knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg.
Kerem Akturkoglu skoraði svo aftur í síðari hálfleik en aftur virkaði Guðlaugur Victor illa staðsettur og var skömmu síðar tekinn af velli. Það var svo undir restina sem Akturkoglu fullkomnaði þrennuna.
„Vonbrigði, maður var farin að láta sig dreyma í hálfleik að þetta gæti orðið spennandi. Fengum mark á okkur alltof snemma í síðari hálfleik, áttum aldrei break,“ sagði Lárus Orri á Stöð2 Sport eftir leik.
Kári Árnason var aðeins jákvæðari. „Allt í lagi, það var ýmislegt jákvætt og menn áttu ágætis leiki inn á milli. Stefán Teitur átti aftur góðan leik og ágætur í sínum aðgerðum. Mér fannst við hægeldaðir,“ sagði Kári.
„Þeir settu í annan gír þegar þeir nenntu og þurftu mark.“