Íslenska landsliðið tapaði 4-1 gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld en leikið var ytra, íslenska liðið lenti í tvígang undir.
Tyrkir komust yfir á annari mínútu leiksins þegar Jóhann Berg Guðmundsson tapaði boltanum á miðsvæðinu. Guðlaugur Victor Pálsson var svo sofandi í varnarleiknum og Kerem Akturkoglu setti knöttinn í netið.
Íslenska liðið jafnaði þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en Guðlaugur Victor stangaði þá knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg.
Kerem Akturkoglu skoraði svo aftur í síðari hálfleik en aftur virkaði Guðlaugur Victor illa staðsettur og var skömmu síðar tekinn af velli. Það var svo undir restina sem Akturkoglu fullkomnaði þrennuna.
3-1 tap staðreynd en Ísland er með þrjú stig í riðlinum en Wales er með fjögur stig eftir sigur á Svartfjallaland í kvöld en Tyrkir eru einnig með fjögur stig.
Einkunnir 433.is eru hér að neðan.
Einkunnir:
Hákon Rafn Valdimarsson 5
Gerði margt ágætt í leiknum en oft hefði maður hann séð verja hið minnsta eitt af þeim mörkum sem Tyrkir skoruðu.
Guðlaugur Victor Pálsson (´60) 4
Skoraði markið á laglegan hátt en var illa áttaður í fyrstu tveimur mörkum Tyrkja.
Hjörtur Hermannsson 5
Gerði ágætlega úr því sem var í gangi en gerði sig sekan um mistök í þriðj markinu.
Daníel Leó Grétarsson 4
Oft átt betri leik en fann sig betur þegar leið á. Illa staðsettur í fyrsta markinu.
Kolbeinn Birgir Finnsson 5
Átti ágætan leik og nýtti þau tækifæri sem gáfust til að æða upp völlinn
Mikael Neville Anderson (´46) 5
Duglegur en kom ekki með mikið á borðið í kvöld.
Stefán Teitur Þórðarson 7 – Maður leiksins
Frábær gluggi fyrir Stefán, var góður á föstudag og jafnvel enn betri í dag. Stimplar sig inn í byrjunarliðið fyrir næstu leiki.
Jóhann Berg Guðmundsson 5
Var mjög ólíkur sjálfum sér til að byrja með og gerði mistök í fyrsta markinu sem Tyrkir skoruðu, vann sig inn í leikinn og átti góða hornspyrnu sem skilaði marki.
Jón Dagur Þorsteinsson (´60) 5
Nokkrir sénsar fram á við sem náðist ekki að nýta en var kröftugur.
Gylfi Þór Sigurðsson (´60) 5
Gylfi komst ekki nóg í boltann eins og aðrir sóknarmenn Íslands.
Andri Lucas Guðjohnsen 5
Klaufskur í þeim sénsum sem hann fékk.
Varamenn:
Willum Þór Willumsson (´46) 5
Orri Steinn Óskarsson (´60) 5
Valgeir Lunddal (´60) 6
Arnór Ingvi Traustason (´60) 5