fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
433Sport

Kári Árna um byrjunarlið Hareide – „Hann verður bara að finna par sem er í formi“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2024 18:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason sérfræðingur Stöð2 Sport segir að Age Hareide verði að finna sitt par í hjarta varnarinnar og það sé líklega ástæða þess að Daníel Leó Grétarsson og Hjörtur Hermannsson byrji aftur saman.

Hjörtur og Daníel voru öflugir á föstudag og byrja gegn Tyrkjum klukkan 18:45.

Lætin í Tyrklandi eru mikil fyrir leik og þau þekkir Kári vel. „Það er ærandi, þú heyrir ekki mælt mál en það þagnar fljótt í þessu ef við náum að skora. Vonandi náum við að skora snemma og lifum á því. Ef við erum að fá á okkur mörk snemma þá verður þetta mjög erfitt,“ sagði Kári á Stöð2 Sport.

Hareide gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu. „Þetta er sama uppstilling en Andri Lucas kemur inn og tveir nýir bakverðir. Hann hefði alveg getað sett Gulla sem hafsent, ég held að hann ætli að reyna á þetta hafsenta par. Sverrir er mikið meiddur og Gulli er að komast á aldur og verður meira meiddur en hann hefur verið.“

„Hann verður bara að finna par sem er í formi og spili sig þá saman og verði betri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sást með einni umdeildustu konu landsins á sunnudagskvöldi: Sáust óvænt skemmta sér saman – ,,Ekki viss um að eiginkonan sé ánægð“

Sást með einni umdeildustu konu landsins á sunnudagskvöldi: Sáust óvænt skemmta sér saman – ,,Ekki viss um að eiginkonan sé ánægð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jesus segir að margir Arsenal-menn tjái sig án þess að horfa á leikina

Jesus segir að margir Arsenal-menn tjái sig án þess að horfa á leikina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan telur að United endi í neðri hlutanum – Chelsea fyrir ofan Arsenal

Ofurtölvan telur að United endi í neðri hlutanum – Chelsea fyrir ofan Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tjáir sig um heimsfrægan föður sinn sem hugsar aðeins um sjálfan sig – Sjálf byrjuð að vekja athygli: ,,Hann er enginn faðir“

Tjáir sig um heimsfrægan föður sinn sem hugsar aðeins um sjálfan sig – Sjálf byrjuð að vekja athygli: ,,Hann er enginn faðir“
433Sport
Í gær

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp
433Sport
Í gær

Carragher baunar á Rashford: ,,Ekki nógu góður svo við séum að tala um hann svo oft“

Carragher baunar á Rashford: ,,Ekki nógu góður svo við séum að tala um hann svo oft“
433Sport
Í gær

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Í gær

Lúðvík velur hóp til æfinga

Lúðvík velur hóp til æfinga