Manchester United er byrjað að skoða það hvar þarf að styrkja liðið næsta sumar og er miðsvæðið eitt af þeim hlutum sem félagið skoðar.
Christian Eriksen fær ekki nýjan samning sem rennur út næsta sumar.
Casemiro er svo í brekku og gæti farið frá Manchester United í janúar eða næsta sumar ef eitthvað félag hefur áhuga.
Ensk blöð segja að tveir ungir enskir miðjumenn séu á blaði félagsins og verði skoðaðir næstu mánuði.
Um er að ræða Adam Wharton miðjumann Crystal Palace og Hayden Hackney miðjumaður Middlesborough eru þeir sem um ræðir og verða til skoðunar á næstunni.