fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fréttir

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál á Vesturlandi – Nauðgaði 13 ára stúlku – Tældi í gegnum Snapchat og greiddi fyrir með Breezer-flöskum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. september 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var þingfest í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni sem sakaður er um nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og brot á barnaverndar- og áfengislögum.

Maðurinn er í ákærunni sagður hafa aðfaranótt laugardagsins 29. júlí 2023 mælt sér mót við 13 ára stúlku og sótt hana á bíl. Ók hann með hana á afvikinn stað, rétt fyrir utan bæinn (væntanlega Borgarnes eða Akranes, nöfn og staðarnöfn eru hreinsuð úr ákærunni), „þar sem hann með ólögmætri nauðung í krafti yfirburðarstöðu sinnar vegna aldurs- og þroskamunar“ og þar sem stúlkan var ein með honum, fjarri öðrum, og með því að lofa henni áfengi, lét hana hafa munnmök við sig í aftursæti bílsins, þar til hann fékk sáðlát.

Daginn eftir afhenti maðurinn stúlkunni sex flöskur af Breezer-ávaxtavíni sem greiðslu fyrir munnmökin.

Í öðrum ákærulið er maðuinn sakaður um tilraun „til nauðgunar og kynferðisbrots gegn barni, en til vara nettælingu, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 30. júlí 2023, sett sig í samband við xxxx í gegnum samskiptaforritið Snapchat, með það fyrir augum að hafa við hana önnur kynferðismök en samræði, með því að bjóða henni áfengi og peningagreiðslu gegn því að hún hefði við hann munnmök.“

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd stúlkunnar sem hann braut gegn samkvæmt fyrri ákærulið er krafist miskabóta upp á fimm milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur sendir Björgvin Njál ískalda kveðju – Skattgreiðendur geti hugsað hlýlega til hans þegar greitt er

Ólafur sendir Björgvin Njál ískalda kveðju – Skattgreiðendur geti hugsað hlýlega til hans þegar greitt er
Fréttir
Í gær

Skuggahliðar Home Alone-stjörnu

Skuggahliðar Home Alone-stjörnu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Samstöðvarinnar mátti kalla eigendur Elju þrælahaldara – Var krafinn um 15 milljónir í bætur

Blaðamaður Samstöðvarinnar mátti kalla eigendur Elju þrælahaldara – Var krafinn um 15 milljónir í bætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp