fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 9. september 2024 15:59

Helgi Magnús verður kjurr á sínum stað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki lausn frá störfum sínum um stundarsakir eins og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafði farið fram á vegna ummæla hans um útlendinga.

Þetta kemur fram í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins.

Í tilkynningunni segir að Guðrún hafi talið ummæli Helga Magnúsar óviðeigandi í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns. Einnig hafi ummælin grafið undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild.

„Í því samhengi skipti máli að ummælin beindust meðal annars að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfar sem lögmaður,“ segir í tilkynningunni. „Þá var um ítrekaða háttsemi að ræða, sem var jafnframt sama eðlis og viðkomandi embættismaður fékk áminningu fyrir tveimur árum áður.“

Hins vegar hafi ummælin verið setti fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um einstakling sem hótaði Helga Magnúsi og fjölskyldu hans ofbeldi.

„Sú staða hafði áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi. Með vísan til þess og á grundvelli meðalhófs er það niðurstaða dómsmálaráðherra að veita vararíkissaksóknara ekki lausn um stundarsakir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Í gær

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Í gær

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Í gær

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu

Þegar hægri öflin á Íslandi ræða háa skatta gleymi þau að nefna að skattar á ríka Íslendinga eru með þeim lægstu